Hægt að koma í veg fyrir þriðjung krabbameina

Holl hreyfing getur komið í veg fyrir krabbamein.
Holl hreyfing getur komið í veg fyrir krabbamein. mbl.is

Hægt væri að koma í veg fyrir um 13.000 dauðsföll vegna krabbameins á hverju ári í Bretlandi, samkvæmt upplýsingum frá Alþjóðakrabbameinsrannsóknarsjóðnum (WCRF).

Sjóðurinn segir að stjórnvöld gætu gert meira til að vekja athygli á því hvernig fólk getur minnkað áhættu á krabbameini.

Í dag er alþjóðlegur baráttudagur gegn krabbameini.

Í nýrri könnun kemur í ljós að þriðjungur Breta trúir því að aðeins örlögin stjórni því hvort fólk fær krabbamein eða ekki.

Á hverju ári deyja um 157 þúsund manns í Bretlandi úr krabbameini. Talið er að árið 2025 verði þessi tala komin upp í 182 þúsund, fyrst og fremst vegna þess að breska þjóðin er að eldast.

Í könnun WCRF kom fram að 28% þátttakenda halda að lítið sé hægt að gera til að koma í veg fyrir krabbamein.

Kate Allen, sem starfar hjá WCRF, segir að niðurstaðan valdi áhyggjum. „Margir virðast ekki gera sér grein fyrir því að ýmislegt er hægt að gera til að draga úr hættu á krabbameini.“

Hún segir að með hollu mataræði, hreyfingu og kjörþyngd megi koma í veg fyrir þriðjung algengra krabbameina.

„Allir hafa hlutverki að gegna í því að koma í veg fyrir krabbamein en stjórnvöld og heilbrigðisstarfsfólk eru í lykilhlutverki í að auðvelda fólki að breyta lífsstíl sínum.“

Regnhlífarsamtök þeirra sem vinna að forvörnum í 155 löndum telja að bjarga mætti 1,5 milljónum mannslífa árlega með fræðslu og upplýsingum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka