Uppboð á Bland.is

Bland.is býður nú viðskiptavinum að kaupa og selja á uppboði …
Bland.is býður nú viðskiptavinum að kaupa og selja á uppboði í anda eBay. mbl.is

Markaðstorgið Bland.is er byrjað að bjóða notendum sínum upp á að selja vörur á uppboði, til viðbótar við hefðbundnar auglýsingar. Yfir 200.000 notendur geta nú átt viðskipti á umfangsmesta uppboðs- og markaðstorgi Íslands.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

 Undanfarnar tvær vikur hafa prófanir staðið yfir og þegar hafa yfir 2.000 uppboð verið haldin á öllu frá garðhúsgögnum til jeppabifreiða.

 Auk þess sem notendur geta boðið upp vörurnar sínar eða boðið í þær vörur sem skráðar eru á vefinn, gefst söluaðilum jafnframt kostur á að setja inn svokallað „Kaupa núna-verð“. Það felur það í sér að uppboðið fellur niður um leið og einhver vill tryggja sér vöruna á fyrirframákveðnu lágmarksverði. Þetta fyrirkomulag er vel þekkt erlendis frá og ætti t.a.m. að vera notendum eBay vefsvæðisins að góðu kunnugt.

 Til þess að tryggja öryggi í viðskiptum á vefsvæðinu býður Bland.is upp á að notendur auðkenni sig gagnvart rekstraraðila vefsvæðisins. Með því að auðkenna sig geta notendur svæðisins boðið kaupendum vara á Bland.is upp á meira öryggi í sínum viðskiptum. Öll tilboð -- hvort sem um er að ræða tilboð um sölu eða tilboð um kaup -- eru bindandi fyrir þá sem þau gera og að uppfylltum skilyrðum tilboðsgjafa. Rétt er að geta þess að þrátt fyrir auðkenninguna gagnvart rekstraraðila Bland.is geta notendur áfram notið nafnleyndar gagnvart öðrum gestum Bland.is, segir í tilkynningu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert