Söguleg stund á Mars

Curiosity að störfum á Mars.
Curiosity að störfum á Mars. AFP

Bandaríska geimferðastofnunin NASA segir segir að könnunarfarið Curiosity hafi loks náð að bora nægilega djúpt í bergið á plánetunni Mars til að sækja sýni sem hægt verði að rannsaka. Söguleg stund að sögn NASA.

Holan sem Curiosity boraði er aðeins um 64 mm djúp. Efnið sem náðist verður sigtað og skoðað áður en það verður fært á rannsóknarstofu sem er í sjálfu könnunarfarinu, en það verður gert á næstu dögum. 

Fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins að þetta sé söguleg stund. Aldrei áður hafi verið tekið sýni innan úr bergi á annarri plánetu og það rannsakað með þessu hætti.

NASA segir að borunin sé meiriháttar afrek.

„Þetta eru merkustu tímamót Curiosity-liðsins frá því skýjakraninn lenti í ágúst sl. Enn einn dagurinn sem Bandaríkjamenn geta verið stoltir af,“ sagði prófessorinn John Grotzinger, sem leiðir verkefnið.

Verkefni könnunarfarsins snýr að mestu um að bora og sækja sýni í Gale-gígnum, sem liggur við miðbaug Mars.

Curiosity er að kanna hvort líf hafi getað þrifist á þessu svæði. Það að ná sýnum innan úr bergi gefur mönnum bestu vísbendingarnar um það.

Verkfræðingar hafa beðið í hálft ár eftir því að fá að nota borbúnað Curiosity, sem er á endanum á 2,2 metra löngum vélararmi könnunarfarsins.

Fyrst boraði Curiosity tilraunaholu og var hún 20 mm djúp. …
Fyrst boraði Curiosity tilraunaholu og var hún 20 mm djúp. Grátt ryk sést þar sem borað var í bergið. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka