Apple tapar vörumerkjamáli í Brasilíu

AFP

Brasillísk vörumerkjastofnun hefur úrskurðað að bandaríska tæknifyrirtækið Apple eigi ekki einkarétt á iPhone vörumerkinu í Brasilíu. Það segir að brasilíska fyrirtækið Gradiente Electronica hafi skráð vörumerkið þar í landi árið 2000, eða sjö árum en Apple lét skrá iPhone sem sitt vörumerki.

Greint er frá þessu á vef breska ríkisútvarpsins. Þar segir að forsvarsmenn Apple hafi ekki viljað tjá sig um málið.

Talsmenn brasilísku vörumerkjastofnunarinnar segir í samtali við breska ríkisútvarpið að Apple hyggist áfrýja málinu. 

Stofnunin segir að úrskurðurinn eigi aðeins við símtæki og að Apple eigi enn einkarétt á notkun iPhone vörumerkisins annarsstaðar í heiminum, m.a. á fatnaði, í hugbúnaði og í tengslum við fjölmiðlun.

Þá getur Apple enn selt síma sem eru merktir iPhone í Brasilíu. Gradiente á hins vegar rétt á því að höfða mál fyrir dómstólum og krafist þess að eigi einkarétt á sölu símtækja með þessu nafni í Brasilíu.

Stofnunin bætti því við, að Apple hefði farið fram á að fá veitt einkaleyfi í ljósi þess að Gradiente hefði ekki sent frá sér vörur sem voru merktar iPhone fyrr en í desember sl.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert