2012 DA14 nálgast jörðina á ógnarhraða

Geim­vís­inda­stofn­un Banda­ríkj­anna, NASA, fylg­ist grannt með för smá­st­irn­is­ins 2012 DA14 sem nálg­ast jörðina á ógn­ar­hraða en það fer fram­hjá jörðinni í dag. NASA seg­ir þó að eng­in hætta sé á því að smá­st­irnið rek­ist á jörðina en það er stærsta smá­st­irnið sem hef­ur komið svo ná­lægt jörðu.

Smá­st­irnið er 45 metr­ar að þver­máli, að því er fram kem­ur á vef NASA. Það fer fram­hjá jörðu á um 27 þúsund kíló­metra hraða og verður næst henni um klukk­an 19:25 að ís­lensk­um tíma. Talið er að stjörnu­skoðarar í Aust­ur-Evr­ópu, Asíu og Ástr­al­íu geti séð stirnið með sjón­auk­um.

Annað smá­st­irni, Apóf­is, fór fram­hjá jörðinni í janú­ar. Smá­st­irnið fannst árið 2004 og fyrstu at­hug­an­ir bentu til þess að lík­urn­ar á því að það ræk­ist á jörðina árið 2029 væru um 2,7%. Frek­ari at­hug­an­ir leiddu ljós að hætt­an á árekstri árið 2029 er miklu minni en talið var. Hins veg­ar eru lík­urn­ar á því að smá­st­irnið rek­ist á jörðina 13. apríl 2036 tald­ar vera einn á móti 250.000.

Apóf­is er lík­lega um 270 metr­ar að þver­máli. Ef smá­st­irnið ræk­ist á jörðina myndi ork­an, sem leyst­ist úr læðingi, sam­svara um 25.000 kjarn­orku­sprengj­um á stærð við þá sem eyddi Hiros­hima.

Tvær hala­stjörn­ur fara fram­hjá jörðinni í ár. Önnur þeirra, hala­stjarn­an PANSTARRS, verður björt­ust 8. til 12. mars og gæti þá orðið sýni­leg ber­um aug­um frá norður­hveli jarðar. Talið er að hægt verði að sjá hina hala­stjörn­una, ISON, með ber­um aug­um í lok nóv­em­ber.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert