Yfir 250 slösuðust eftir loftsteinaregn í Rússlandi í nótt. Víða brotnuðu rúður í húsum og bifreiðum og slösuðust flestir þegar þeir fengu glerbrot yfir sig.
Loftsteinadrífan sást víða en hún féll á jörð í Úral-héraði. Að sögn íbúa í Chelyabinsk hristist jörðin og skalf er steinarnir skullu á jörðinni og viðvörunarkerfi bifreiða fóru af stað.
Reuters hefur eftir íbúa í Chelyabinsk að hávær sprenging hafi heyrst snemma í morgun og nítján hæða hús hafi gengið í bylgjum þegar loftsteinarnir lentu á jörðinni.