Hafa fundið brot úr loftsteininum

Sex metra vök myndaðist á ísilögðu vatninu þar sem hluti …
Sex metra vök myndaðist á ísilögðu vatninu þar sem hluti loftsteinsins endaði. AFP

Vís­inda­menn til­kynntu seint í gær að þeir hefðu fundið brot úr loft­stein­in­um sem splundraðist yfir Úral­fjöll­um í Rússlandi síðastliðinn föstu­dag og olli um 1.200 manns meiðslum og skemmd­um á þúsund­um heim­ila.

Fram kem­ur í frétt AFP að talið sé að loft­steinn­inn hafi splundr­ast yfir mjög stórt svæði en leitað hafi verið að brot­um úr hon­um í kring­um lítið stöðuvatn í ná­grenni borg­ar­inn­ar Chelya­binsk. Sér­fræðing­ar við Vís­inda­aka­demíu Rúss­lands lýstu því síðan yfir í gær eins og áður seg­ir að þeir hefðu fundið grjót dag­inn áður sem þeir telja að hafi komið utan að úr geim­in­um.

Svæðið hef­ur nú verið girt af en talið er að stórt brot úr loft­stein­in­um hafi fallið í vatnið og standa von­ir til þess að hægt verði að hafa uppi á því.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert