Er þetta snjallsími eða spjaldtölva?

00:00
00:00

Skil­in á milli spjald­tölvu og snjallsíma verða sí­fellt óskýr­ari. Á snjallsímaráðstefn­unni „Mobile World“ í Bar­sel­óna á Spáni vöktu svo­kallaðir „Phablets“, sem mætti kalla „spjaldsíma“ á ís­lensku, mikla at­hygli.

Tækið minn­ir helst á snjallsíma í yf­ir­stærð og einn helsti fram­leiðandi þess­ara tækja er kín­verska tæknifyr­ir­tækið Huawei.

Þeir sem reynsl­una hafa segja stærð spjaldsím­ans vissu­lega vera nokkuð til trafala til að byrja með. Ekki sé hægt að stinga hon­um í vas­ann, en kost­irn­ir yf­ir­gnæfi þenn­an löst og stærðin venj­ist býsna fljótt.

Tækið henti til dæm­is einkar vel til þess að lesa af kort­um og til þess að horfa á ým­iss kon­ar marg­miðlun­ar­efni.

Eft­ir miklu er að slægj­ast fyr­ir fram­leiðend­ur slíkra tækja. Á síðasta ári seld­ust meira en 120 millj­ón­ir spjald­tölva í heim­in­um, það var meira en 50% aukn­ing frá ár­inu á und­an. Þá er bú­ist við því að um millj­arður snjallsíma muni selj­ast í ár.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert