Láta streymendur efnis borga sjónvarpsskatt

Það er jafn skattskylt, segja Svíar, að horfa á sama …
Það er jafn skattskylt, segja Svíar, að horfa á sama efni í tölvu sem sjónvarpi. mbl.is

Innheimtumenn afnotagjalds sjónvarps í Svíþjóð eru farnir að spyrja landsmenn hvort þeir eigi tölvu. Er það liður í því að knýja fólk til borgunar sem streymir efni niður í tölvur sínar fremur en að horfa á það í hefðbundnu sjónvarpi.

 „Eftir að við byrjuðum á þessu þykjast menn ekki eiga tölvur,“ segir framkvæmdastjóri innheimtustofnunar afnotagjalda við tölvublaðið Computer Sweden, sem skýrði fyrst fjölmiðla frá þessari nýju aðferð við innheimtu afnotagjalda af sjónvarpi í Svíþjóð.

Innheimtustofnunin, sem er með aðsetur í Kiruna norðarlega í landinu, segir að þeir sem horfi á sjónvarpsefni og hlusti á útvarp í tölvum, spjaldtölvum og ipad séu jafn skyldugir til að borga  afnotagjöld eins og þeir sem  fái efnið gegnum útvarp og sjónvarp. Tilgangslaust sé að reyna fara í kringum lögin með því að nota nýjustu tölvutækni og losa sig við sjónvarpstækin því hvergi sé minnst á það í lögunum á hvers konar tæki sé horft og hlustað og á hvað sé horft og hlustað. Eigi menn tæki er veiti þeim aðgang að efninu beri að borga stofnuninni afnotagjald .

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert