Farið varlega í unnu kjötvörurnar

Það borgar sig að borða ekki of mikið af unnum …
Það borgar sig að borða ekki of mikið af unnum kjötvörum sé manni annt um heilsuna

Át á pyls­um, skinku, bei­koni og öðrum unn­um kjötvör­um auka lík­urn­ar á að deyja ung­ur. Þetta er niðurstaða rann­sókn­ar sem um hálf millj­ón Evr­ópu­búa tók þátt í. Þar kem­ur í ljós að át á unn­um kjötvör­um auki lík­ur á hjarta­sjúk­dóm­um, krabba­meini og ótíma­bær­um dauðsföll­um.

Fjallað er um rann­sókn­ina í lækna­rit­inu BMC, sam­kvæmt frétt á vef breska rík­is­út­varps­ins. Segja rann­sak­end­ur að salt og efni sem notuð eru við vinnsl­una séu hættu­leg heilsu manna. 

Í rann­sókn­inni var fylgst með fólki í tíu lönd­um Evr­ópu í þrett­án ár. Rann­sókn­in sýn­ir fram á að þeir sem borða unn­ar kjötvör­ur í miklu mæli eru lík­legri til að reykja, berj­ast við offitu og ým­is­legt fleira sem er lík­legt til þess að skaða heils­una.

Einn þeirra sem stóð að rann­sókn­inni seg­ir að það sé hins veg­ar mun mik­il­væg­ara að hætta að reykja held­ur en að minnka kjötát en hann mæli samt með því að fólk reyni að minnka át á unn­um kjötvör­um.

Einn af hverj­um sautján sem tóku þátt í rann­sókn­inni lést. Þeir sem borðuðu meira en 160 grömm af unn­um kjötvör­um á dag, sem er svipað magn og tvær pyls­ur og sneið af bei­koni, eru 44% lík­legri til að deyja á und­an þeim sem slepptu unnu kjötvör­un­um. Mun­ar allt að 12,7 árum á lífs­lík­um þeirra.

Alls lét­ust um 10 þúsund úr krabba­meini og 5.500 úr hjarta­sjúk­dóm­um af þátt­tak­end­un­um. Aðstand­end­ur rann­sókn­ar­inn­ar mæla með því að fólk reyni að draga úr kjöt­neyslu, einkum á unn­um kjötvör­um.

Sjá nán­ar hér

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert