Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík telja að samkynhneigðir karlmenn eigi að hafa sama rétt til að láta gott af sér leiða og gefa blóð eins og aðrir þegnar samfélagsins. „Við erum öll gæðablóð og ættum því öll að eiga rétt á því að gefa blóð til bjargar fólki.“
Í ályktun frá stjórn Hallveigar - Ungra jafnaðarmanna segir að umrætt bann sé úrelt og til marks um fornfálegan og þröngsýnan hugsunarhátt. „Þau vísindalegu rök sem voru til staðar fyrir banni við blóðgjöf samkynhneigðra eru börn síns tíma og eiga ekki lengur við, enda hefur tíðni HIV-smita meðal samkynhneigðra snarlækkað, auk þess sem allt blóð er skannað fyrir HIV-smitum, lifrarbólgu og fleiru.“