Vísbendingar um vatn á Mars

Á þessari ljósmynd má sjá grjótið, bæði fyrir og eftir, …
Á þessari ljósmynd má sjá grjótið, bæði fyrir og eftir, sem Marskönnunarfarið boraði ofan í og leiddi leiragnirnar í ljós. AFP

Bandaríska geimferðastofnunin (NASA) segir að Marskönnunarfarið Curiosity hafi fundið leiragnir með því að bora ofan í grjót á plánetunni. NASA segir þetta merka uppgötvun og gefi vísbendingu um að vatn hafi eitt sinn runnið á rauðu plánetunni.

Vísindamenn NASA segja að uppgötvunin sé skref í áttina að því að sýna fram á að í fortíðinni hafi líf getað þrifist á Mars. Leirfundurinn bendir til þess að á að a.m.k. sumum svæðum plánetunnar - fyrir um mörgum milljörðum ára - hafi aðstæður verið hagstæðari fyrir lífverur.

Fram kemur á fréttavef breska ríkisútvarpsins að margir steinar sem hafi verið rannsakaðir hafi líklega legið í vatni þar sem sýrustig var hátt.

„Við höfum uppgötvað umhverfi þar sem búsetuskilyrði eru það jákvæð og lífsskilyrði góð að líklega, ef þetta vatn væri á staðnum og þú hefði verið þarna, þá gætir þú drukkið það,“ segir John Grotzinger, sem fer fyrir leiðangri Curiosity.

Í Curiosity er fullkomin rannsóknarstofa.
Í Curiosity er fullkomin rannsóknarstofa. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert