Maður frá Maryland í Bandaríkjunum, sem fékk nýtt nýra fyrir rúmlega einu ári, er látinn vegna þess að nýrnagjafinn reyndist vera með hundaæði.
Líffæragjafinn gaf þremur öðrum sjúklingum líffæri. Andlát mannsins, fyrr í þessum mánuði, leiddi til þess að hinir líffæraþegarnir fengu meðferð gegn hundaæði.
Læknar sem gerðu aðgerðirnar höfðu engar grunsemdir um að líffæragjafinn væri með hundaæði. Nú er talið líklegast að hann hafi dáið úr hundaæði.
Aðeins um þrjú tilvik um hundaæði greinast í mönnum í Bandaríkjunum á ári.
Í frétt á BBC segir að talið sé að líffæragjafinn, sem lést árið 2011, hafi fengið hundaæði frá þvottabirni.