Tæknifyrirtæki taka höndum saman

Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands skoðar stýranlega toghlera sem fyrirtækið …
Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands skoðar stýranlega toghlera sem fyrirtækið Polar togbúnaður framleiðir. Með á myndinni er Þór Sigfússon og Atli Már Jósafatsson. mbl.is/Ómar Óskarsson

Tíu íslensk tæknifyrirtæki í sjávarútvegi undirrituðu í dag samstarfssamning um þróun grænnar tækni fyrir veiðar og vinnslu. Verkefnið nefnist Green Marine Technology. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, opnaði verkefnið í Húsi sjávarklasans.

Verkefnið er afrakstur samstarfs tæknifyrirtækja innan Íslenska sjávarklasans en að því standa 3X Technology, Dis, Marport, Naust Marine, Navis, Pólar togbúnaður, Prómens, Samey, ThorIce og Trefjar.

Öll fyrirtækin sem standa að þessu verkefni bjóða lausnir á alþjóðamarkaði sem eru framúrskarandi í grænni tækni og stuðla að bættu umhverfi. Tæknilausnir fyrirtækjanna byggja á betri nýtingu orkugjafa, minni olíunotkun búnaðar, betri nýtingu í vinnslu hráefna, o.s.frv.

Með þessu nýja verkefni er ætlunin að efla samstarf tæknifyrirtækja um að kynna framúrskarandi íslenska tækni fyrir alþjóðlegan sjávarútveg og vinnslu. Um leið er með verkefninu vakin athygli á forystu íslensks sjávarútvegs í gæðum í veiðum og vinnslu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert