Halastjarnan Panstarrs sást vel á himninum yfir Íslandi í gærkvöldi, eins og þessi mynd ber með sér. Stjörnuáhugamenn hafa sýnt stjörnunni mikinn áhuga.
„Þetta er fyrri halastjarnan af tveimur sem væntanlega munu prýða himininn á þessu ári,“ sagði Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness, í samtali við mbl.is fyrr í vikunni. Stjarnan sást neðarlega á himninum við sólsetur. Aðstæður til að sjá hana voru bestar 12.-16. mars.
Panstarrs-halastjarnan fannst fyrir tveimur árum. Strax kom í ljós að hún gæti orðið nokkuð björt um þetta leyti ársins 2013. Hún hefur þegar látið ljós sitt skína á suðlægari slóðum.