Tólf tíma lögreglutíst

Þórir Ingvarsson, rannsóknarlöreglumaður hjá LRH, segir að ef vel tekst …
Þórir Ingvarsson, rannsóknarlöreglumaður hjá LRH, segir að ef vel tekst til, þá sé afar líklegt að lögreglan muni endurtaka leikinn á Twitter. mbl.is/Júlíus

Störf lög­reglu­manna eru fjöl­breytt og er þeim ekk­ert mann­legt óviðkom­andi. Næst­kom­andi föstu­dags­kvöld og aðfar­arnótt laug­ar­dags verður hægt að fá inn­sýn í þeirra störf þegar lög­regl­an mun greina frá öll­um út­köll­um á sam­skipta­vefn­um Twitter, sem er hluti af alþjóðlegu tíst-maraþoni lög­regluliða.

„Aðal­til­gang­ur­inn er að gera fólki grein fyr­ir því hversu víðfeðm störf lög­regl­unn­ar eru. Hversu fjöl­breytt út­köll okk­ar og vinna okk­ar í raun og veru er,“ seg­ir Þórir Ingvars­son, rann­sókn­ar­lög­reglumaður hjá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu, í sam­tali við mbl.is. Hann held­ur utan um verk­efnið ásamt lög­reglu­stjór­an­um Stefáni Ei­ríks­syni.

Fyr­ir um hálfu ári hófst und­ir­bún­ing­ur að alþjóðlegu tíst-maraþoni, sem kall­ast Global police tweet-a-thon á ensku, og mun það fara fram á föstu­dag.

„Lög­reglulið taka þátt um að tísta öll­um sín­um verk­efn­um í ákveðinn tíma. Við ætl­um að taka þátt í tólf tíma, frá kl. 18 á föstu­dags­eft­ir­miðdegi þangað til 6 á laug­ar­dags­morgni,“ seg­ir Þórir.

„Við ætl­um að segja frá öll­um út­köll­um sem koma til okk­ar. Það er 161 lög­reglulið í heim­in­um sem ætla að taka þátt,“ seg­ir hann og bæt­ir við að öll lög­regluliðin muni nota Twitter til þess að segja frá sín­um verk­efn­um.

Lög­regl­an virk á Face­book og Twitter

Und­an­far­in ár hef­ur lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu verið virk á sam­skiptamiðlun­um Face­book og Twitter, en LRH hef­ur verið með aðgang að þeim frá því í des­em­ber 2010. Lög­reglu­stjór­inn hef­ur einnig verið virk­ur á Twitter og aðspurður seg­ir Þórir að lög­regl­an sé afar ánægð með viðtök­urn­ar.

Spurður hvort hann telji að al­menn­ing­ur hafi of ein­hliða sýna á störf lög­reglu­manna þá seg­ir Þórir, að stund­um geti orðið til ein­hver fyr­ir­fram ákveðin mynd af störf­um og verk­efn­um þeirra.

„Það sem kem­ur mörg­um á óvart, sem kom­ast svo í nán­ara tæri við lög­regl­una, er hvað verk­efn­in eru ofboðslega fjöl­breytt. Þannig að þetta snýst um svo miklu, miklu, meira en bara um­ferðar­mál, bara inn­brot, eða bara hitt eða bara þetta.“

Eng­inn dag­ur eins

„Það er öll flór­an af vanda­mál­um mann­lífs­ins sem koma inn á okk­ar borð,“ seg­ir Þórir enn­frem­ur. Lög­regl­unni sé því ekk­ert mann­legt óviðkom­andi. Þeir sem hefji störf hjá lög­regl­unni geri það ekki síst vegna fjöl­breyti­leik­ans. „Það er eng­inn dag­ur eins og það er alltaf eitt­hvað nýtt að ger­ast.“

Til­gang­ur­inn með sam­skiptamiðlun­um sé að breikka sýn al­menn­ings á störf lög­regl­unn­ar. Einnig að koma því á fram­færi sem lög­regl­unni þyki vera mik­il­vægt og hvað hún geti gert til að koma upp­lýs­ing­um áleiðis. Með þessu sé hægt að skapa meiri ná­lægð á milli lög­reglu og al­menn­ings.

Snýst um góð sam­skipti

„Þetta eru ekki bara ein­hliða sam­skipti frá okk­ur til al­menn­ings - þetta eru ekki bara ein­hverj­ar skila­boðasend­ing­ar - held­ur get­ur al­menn­ing­ur líka haft sam­band og talað við okk­ur í gegn­um alla þessa miðla. Þetta verður sam­skipta­leið,“ seg­ir Þórir og bæt­ir því við að lög­regl­an vilji eiga í góðum sam­skipt­um við fólk.

Þórir tek­ur fram að net­not­end­ur þurfi ekki að vera með aðgang að Twitter til að fylgj­ast með því sem er að ger­ast. Það sé nóg að fara á Twitter-síðuna og verður svæðið opið. Þá verður einnig hægt að fylgj­ast með út­köll­um hjá öðrum lög­regluliðum í heim­in­um. Öll liðin er með #poltwt og lög­regla ná höfuðborg­ar­svæðinum með #LRH.

Þórir seg­ir að verk­efnið sé unnið í sam­ráði við Fjar­skiptamiðstöð rík­is­lög­reglu­stjóra, sem hef­ur það verk­efni að senda verk­efni á lög­reglu­menn, en þar verður lög­regl­an til húsa á meðan maraþonið stend­ur yfir.

Kort sem sýn­ir frá hvaða lög­reglulið muni taka þátt í tíst-marþon­inu.

Störf lögreglumanna eru fjölbreytt.
Störf lög­reglu­manna eru fjöl­breytt. mbl.is
Stefán Eiríksson lögreglustjóri hefur verið afar virkur á Twitter.
Stefán Ei­ríks­son lög­reglu­stjóri hef­ur verið afar virk­ur á Twitter. mbl.is/​Styrm­ir Kári
mbl.is/​Krist­inn
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert