Rosabaugur um tunglið yfir Vík

Rosabaugur um tunglið austan við Vík í Mýrdal kl. 23 …
Rosabaugur um tunglið austan við Vík í Mýrdal kl. 23 í kvöld. Ljósmynd/Jónas Erlendsson

Næturhimininn er heiðskír og fagur þessi dægrin og keppist hvert náttúrufyrirbrigðið á fætur öðru um athygli okkar jarðarbúa. Norðurljós, halastjörnur og reikistjörnur hafa skrýtt hefur himinhvolfið síðustu nætur og í kvöld var það rosabaugur um tunglið sem vakti athygli nátthrafna í Mýrdalnum.

Stórir ljósbaugar sem þessir myndast við ljósbrot í ískristöllum í háskýjum. Þeir sjást stundum í kringum tunglið en oftar þó um sólina. Ástæða þess að slíkir baugar sjást sjaldnar um tunglið er sú að tunglið er svo miklu daufara en sólin, samkvæmt því sem fram kemur á Vísindavefnum.

Birta baugs í kringum tunglið verður því hlutfallslega minni og sést baugurinn helst þegar fullt er tungl þar sem það er þá langtum bjartara en ella, eða 12 sinnum bjartara en þegar það er hálft.

Í kvöld sást rosabaugurinn afar skírt um 23 leytið að sögn Jónasar Erlendssonar í Fagradal, en hann var þó fljótur að dofna og hverfa,

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka