Fólk sem er 65 ára eða eldra og borðar fisk gæti aukið lífslíkur sínar um tvö ár umfram þá sem síður neyta omega-3 fitusýra reglulega. Þetta sýna nýlegar kannanir í Bandaríkjunum í dag.
Fólk sem snæðir reglulega omega-3 fitusýrur dregur úr áhættunni á ótímabæru andláti um 27% og um líkur á hjartasjúkdómum um 35%. Rannsóknin var framkvæmd af vísindamönnum í Harvard-háskóla.
Á meðan fyrri rannsóknir hafa sýnt að neysla á omega-3 fitusýrum dragi úr áhættu á hjartasjúkdómum þá sýndi þessi rannsókn að þetta ekki ekki síður við hjá eldra fólki sem reglulega borðar fiskmeti. Rannsóknin náði til gagna 16 ár aftur í tímann og skoðaðir voru 2.700 Bandaríkjamenn 65 ára og eldri. AFP-fréttastofan greinir frá.