Sad Engineers Studios með besta appið

Sigurliðið ásamt Kára Stefánssyni, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, sem afhenti sigurlaunin.
Sigurliðið ásamt Kára Stefánssyni, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, sem afhenti sigurlaunin.

Liðið Sad Eng­ineers Studi­os varð hlut­skarp­ast í sam­keppni Há­skóla Íslands og Íslenskr­ar erfðagrein­ing­ar um svo­kallað Íslend­inga­app sem lauk í dag. Liðið er skipað þrem­ur nem­end­um í hug­búnaðar­verk­fræði við Há­skóla Íslands.

Fram kem­ur í til­kynn­ingu að í keppn­inni hafi verið leitað eft­ir nýj­um hug­mynd­um að notk­un Íslend­inga­bók­ar á snjallsím­um og skráðu tólf lið há­skóla­nema sig til leiks. Sex þeirra skiluðu til­lög­um að appi fyr­ir til­skild­an tíma, á miðnætti miðviku­dag­inn 10. apríl, og kynntu þau lausn­ir sín­ar í húsa­kynn­um Íslenskr­ar erfðagrein­ing­ar í dag.

Þá seg­ir að dóm­nefnd keppn­inn­ar hafi verið vandi á hönd­um enda lausn­irn­ar mjög fag­mann­leg­ar og frum­leg­ar. Meðal þess sem horft hafi verið til við mat á öpp­un­um hafi verið frum­leiki, út­lit og virkni þeirra auk þess sem tekið var til­lit til virkni liðanna á sam­fé­lags­miðlum á vinnslu­tím­an­um. Þá gafst al­menn­ingi kost­ur á að velja bestu lausn­ina í sér­stakri skoðana­könn­un á Face­book-síðu keppn­inn­ar og vógu at­kvæði al­menn­ings jafnt á móti áliti dóm­nefnd­ar í þeim þátt­um sem kosið var um í net­könn­un­inni.

„Þegar upp var staðið taldi dóm­nefnd lausn liðsins Sad Eng­ineers Studi­os besta. Í um­sögn dóm­nefnd­ar um appið kem­ur fram að hönn­un og út­lit hafi verið sett fram á skýr­an hátt, hug­mynd­ir séu ein­fald­ar og vel út­færðar og fag­ur­fræði ein­föld og vel hugsuð. „Þá hef­ur lausn­in að geyma marg­ar ný­stár­leg­ar hug­mynd­ir að nýt­ingu Íslend­inga­bók­ar. Upp­bygg­ing for­rits er skýr og kóði er læsi­leg­ur. Kynn­ing­in var vel skipu­lögð og glæsi­leg,“ sagði einnig í um­sögn dóm­nefnd­ar. 

Liðið skipa þeir Arn­ar Freyr Aðal­steins­son, Há­kon Þrast­ar Björns­son og Al­ex­and­er Ann­as Helga­son, nem­end­ur í hug­búnaðar­verk­fræði við Há­skóla Íslands. Þeir hlutu í sig­ur­laun eina millj­ón króna og verður lausn þeirra nýtt sem viðbót við Íslend­inga­bók,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni. 

Hægt er að skoða appið og ná í það á neðan­greindri slóð:

htt­ps://​play.google.com/​store/​apps/​details?id=is.ses.apps.is­lend­inga­app

Í öðru sæti varð liðið Skyld­leik­ur og í þriðja sæti Hug­búnaðarbúll­an. Bæði lið fengu snjallsíma frá Voda­fo­ne og LG í verðlaun.

Ætt­artengsl­in í lóf­an­um

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert