Ofvernduð börn líklegri til að lenda í einelti

Börn sem eiga ofverndandi foreldra eru líklegri en önnur til að verða fyrir einelti af hálfu jafnaldra sinna. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar sem birt er í  nýjasta tölublaði The journal of Child Abuse and Neglect.

Í rannsókninni var rýnt í niðurstöður 70 rannsókna á einelti en þær náðu samtals til um 200 þúsund barna. Ein helsta niðurstaðan er sú að foreldrar sem vernda börn sín fyrir neikvæðri og slæmri lífsreynslu gera börn sín viðkvæmari.

Börn sem eiga harða og neikvæða foreldra eru þó í mestri hættu á að verða fyrir einelti.

Einn af höfundum rannsóknarinnar segir í frétt BBC að einelti byrji því inni á heimilunum, ekki í skólunum.

Samkvæmt rannsókninni sögðust 32% barna hafa orðið fyrir einelti síðustu sex mánuði. 10-14% urðu fyrir stöðugu einelti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert