Fyrsta kynslóð af snjallsíma Apple, iPhone, verður formlega úreltur 11. júní næstkomandi annars staðar en í Bandaríkjunum. Það þýðir að ekki verður hægt að nálgast varahluti í símann hjá Apple eða senda þá þangað í viðgerð. Hætt var framleiða símann árið 2008.
Þó svo síminn verði formlega úreltur verður áfram hægt að nota hann, og fara með hann í viðgerð til óháðra verkstæða. Bandarískir eigendur símans geta þó enn notið verkstæðaþjónustu Apple næstu tvö ár, vegna sérstakra reglna þar.