1.700 ára kirkjugarður undir bílastæðinu

Þrettán grafir hafa fundist.
Þrettán grafir hafa fundist. Ljósmynd/Háskólinn í Leicester

Vísindamennirnir sem fundu líkamsleifar Ríkharðs III. undir bílastæði í Leicester hafa gert aðra merkilega uppgötvun. Undir bílastæðinu hefur hópurinn fundið 1.700 ára gamlan rómverskan kirkjugarð.

Fornleifafræðingar við Háskólann í Leicester segja þær líkamsleifar sem fundist hafa sumar hverjar vera frá árinu 300 eftir Krist.

Leifar 13 beinagrinda hafa fundist og eru þær af fólki af báðum kynjum og á ýmsum aldri. Þá hafa einnig fundist hárspennur, beltasylgjur og fleiri persónulegir munir.

Í febrúar fundust líkamsleifar Ríkharðs III. á svæðinu. 

Sjá frétt BBC um málið.

Frétt mbl.is: Ríkharður III. er fundinn

Frétt mbl.is: Konan sem fann Ríkharð III.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert