Hægt að sækja kvikmynd á sekúndu

AFP

Suður-kóreski raftækjaframleiðandinn Samsung tilkynnti í dag að prófanir á nýrri 5G þjónustu hafi tekist vel en með henni yrði mögulegt að niðurhala kvikmynd í heilu lagi á einni sekúndu. Við prófanir hefði tekist að hala niður rúmlega einu gígabæti á sekúndu úr tveggja kílómetra fjarlægð.

Fram kemur í frétt AFP að þessi nýja tækni, sem ekki verði komin á almennan markað fyrr en árið 2020 í fyrsta lagi, feli í sér flutningshraða sem sé mörg hundruð sinnum hraðari en 4G tæknin sem nú er í notkun að sögn Samsung.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert