Hægt að sækja kvikmynd á sekúndu

AFP

Suður-kór­eski raf­tækja­fram­leiðand­inn Sam­sung til­kynnti í dag að próf­an­ir á nýrri 5G þjón­ustu hafi tek­ist vel en með henni yrði mögu­legt að niður­hala kvik­mynd í heilu lagi á einni sek­úndu. Við próf­an­ir hefði tek­ist að hala niður rúm­lega einu gíga­bæti á sek­úndu úr tveggja kíló­metra fjar­lægð.

Fram kem­ur í frétt AFP að þessi nýja tækni, sem ekki verði kom­in á al­menn­an markað fyrr en árið 2020 í fyrsta lagi, feli í sér flutn­ings­hraða sem sé mörg hundruð sinn­um hraðari en 4G tækn­in sem nú er í notk­un að sögn Sam­sung.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert