Hafa selt 10 milljónir Galaxy S4 síma

Galaxy S4.
Galaxy S4. AFP

Suður-kóreska tæknifyrirtækið Samsung hefur selt yfir 10 milljónir síma af gerðinni Galaxy S4. Enginn annar snjallsími hefur selst jafnvel í byrjun en síminn kom á markað fyrir tæpum mánuði. 

Galaxy S3 var búinn að vera á markaði í 50 daga áður en 10 milljónir eintaka voru seld. Til dagsins í dag hafa þó selst um 60 milljón símar af þeirri gerð en hann kom á markað í maí á síðasta ári.

Samsung er stærsti framleiðandi síma í  heiminum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert