Hanna app gegn kynþáttahatri

Frá París höfuðborg Frakklands.
Frá París höfuðborg Frakklands.

Frönsk samtök sem berjast gegn kynþáttahatri, Licra, ætla að senda frá sér sérstakt app í næsta mánuði sem ætlað er að hjálpa til í baráttunni gegn hatri á fólki af öðrum kynþáttum.

Appið, sem hægt verður að sækja sér frá og með 11. júní næstkomandi, gerir notendum kleift að taka myndir á snjallsíma sína af veggjakroti sem fela í sér andúð á kynþáttum, merkja hvar myndin er tekin og senda hana til samtakanna.

Samtökin ætla síðan að vinna að því í samstarfi við yfirvöld á hverjum stað fyrir sig að láta fjarlægja veggjakrotið eins fljótt og auðið er. Mikið er um slíkt veggjakrot í Frakklandi samkvæmt frétt AFP sem beinist ekki síst að múslimum og gyðingum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka