Gagnaver Google knúið með vindorku

AFP

Google hefur samið til tíu ára við sænskt vindmyllufyrirtæki að útvega orku fyrir gagnaver tölvurisans í Finnlandi.

Google segir að með samningnum kaupi fyrirtækið alla þá orku sem sænski vindmyllugarðurinn O2 mun framleiða í Maevaara í Norður-Svíþjóð. Gagnaverið er hins vegar í Hamina í Suður-Finnlandi.

Google vonast til þess að geta lækkað raforkukostnað sinn verulega með þessu. 

Í vindmyllugarði O2 verða 24 vindmyllur en orkan verður til taks árið 2015.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert