Samkvæmt sænskri rannsókn heldur mannsheilinn áfram að framleiða heilasellur á fullorðinsárum. Til þessa hefur verið álitið að heilasellur séu meðfæddar.
Þetta kemur fram í máli Jona Frisén, sænsks læknaprófessors sem fór fyrir rannsókninni. Rannsóknin birtist í læknatímaritinu Cell og segir í henni að nýjar sellur verði til í þeim hluta heilans sem geymir minningar. Fleiri hafa haldið fram svipuðum tilgátum en niðurstöður þessarar rannsóknar þykja meira óyggjandi en fyrri rannsóknir á sama máli.
Segir jafnframt að heilinn framleiði um 1400 heilasellur á hverjum degi.
The Local segir frá.