Önnur kínversk kona út í geim

Geimfarið Shenzhou X tilbúið til geimferðar.
Geimfarið Shenzhou X tilbúið til geimferðar. AFP

Kínverjar hafa ákveðið að setja aðra konu út í geiminn og verður það í lengstu geimferð sem Kínverjar hafa farið í hingað til. Kína byggir nú geimstöð.

Geimfarinu Shenzhou-10 verður skotið út í geim á morgun.  

Wang Yaping verður önnur kínverska konan í sögunni til að fara út í geim og verður hún um borð í geimflauginni á morgun. Geimferðin mun taka 15 daga. Geimflaugin mun tengjast Tiangong-1 geimrannsóknarstöðinni og geimfararnir munu fara um borð í hana.

Geimferðin verður tímamótaferð og er skref að því markmiði Kínverja að byggja geimstöð þar sem geimfarar geta haldið til.

Kína sendi fyrst menn út í geiminn árið 2003. Markmiðið er að koma manni á tunglið og að setja geimstöð á sporbaug fyrir árið 2020.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert