Kári Helgason, íslenskur doktorsnemi í stjarneðlisfræði, tók þátt í rannsókn hjá NASA sem leitt hefur í ljós fjölda svarthola innan um fyrstu stjörnur heimsins. Alþjóðlegur hópur stjörnufræðinga tók þátt í rannsókninni.
Uppgötvunin var gerð með tveimur geimsjónaukum NASA: Spitzer, sem nemur innrautt ljós, og Chandra sem greinir röntgengeislun. Aldrei áður hafa merki um svarthol fundist jafnsnemma í sögu alheimsins.
Þetta kemur fram á Stjörnufræðivefnum