Hægt að skipa sjónvarpstækinu fyrir

Tækniþróuninni fleygir fram og það sem áður þótti tæknibylting er að verða úrelt. Á meðal þeirra hluta sem á næstu árum gætu heyrt fortíðinni til er sjónvarpsfjarstýringin en allra nýjustu sjónvarpstækin eru búin raddstýringu. Og ekki aðeins raddstýringu því einnig er hægt að biðja tækið um ábendingar.

Suðurkóreska tæknifyrirtækið Samsung er einna fremst þegar kemur að tækniþróun í sjónvarpstækjum. Samsung setti nýverið á markað F8000 en með því er meðal annars hægt að vafra um á netinu, horfa á efni í þrívídd, tala yfir Skype, farið á samfélagsvefi á borð við Facebook, Twitter, Picasa og Youtube. Þá er hægt að deila efni yfir net af tölvu, snjallsíma, spjaldtölvu og myndavélum.

Er þá ónefnd raddskipunartæknin. Hún gerir áhorfandanum kleift að spyrja sjónvarpstækið og fá ábendingar um hvað horfa ætti á. Einnig er hægt að skipta um stöðvar og fleira með einföldum raddskipunum og hreyfingum.

Þá er að finna í tækinu hátæknibúnað eins og Micro Dimming Ultimate, Clear Motion Rate, Wide Colour Enhancer Plus og Full HD 1080p sem stuðla að því að ná afbragðs  myndgæðum. Með Web Clear View er svo hægt að streyma myndskeiðum í hágæðaupplausn.

Til þess að allt þetta sé möguleiki er sjónvarpið búið öflugum örgjörva, vefmyndavél, þráðlausu neti auk raddstýringar og hreyfiskynjara.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert