Skoska eyjan Júra var fyrir mistök þurrkuð út af Google Maps. Netnotendur ráku augun í þetta í gær, en Goolge hefur beðist afsökunar á mistökunum.
Eyjan er sýnileg á gervitunglamyndum á Google Maps, en ekki á kortavefnum.
Talsmaður Google sagði að starfsmenn fyrirtækisins væru að vinna að því að koma þessu í lag sem fyrst.