Cameron vill síu á klámefni

David Cameron forsætisráðherra Bretlands.
David Cameron forsætisráðherra Bretlands. AFP

David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, mun í ræðu boða hertar aðgerðir gegn barnaklámi á netinu. Í frétt Sky kemur fram að ráðherrann muni biðja netfyrirtæki um að loka fyrir ákveðin leitarorð. Hann segir fyrirtækin bera miklar siðferðislegar skyldur gagnvart ungu fólki.

Forsætisráðherrann mun beina orðum sínum m.a. til Google, Bing og Yahoo! og vill að leitarvélar þeirra taki upp svartan lista yfir orð sem ekki verði hægt að leita eftir. Verði fyrirtækin ekki við tilmælum ráðherrans fyrir október mun hann grípa til aðgerða.

Hann er einnig sagður ætla að mæla með því að leiti fólk eftir þessum ákveðnu orðum og orðatiltækjum birtist viðvörun á tölvuskjánum um afleiðingar þess að skoða barnaklám.

Afstaða Camerons er sögð sú að sum leitarorð séu einfaldlega þess eðlis að ekki fari á milli mála að hvers konar efni viðkomandi er að leita. Hann segir alla bera ábyrgð, enginn geti slitið sjálfan sig frá samfélaginu heldur verði allir að bera ábyrgð.

Í viðtali á BBC um málið sagði Cameron að hann ætti von á deilum vegna málsins. Hann sagðist hins vegar tilbúinn að taka þann slag fyrir foreldra og börn Bretlands. Sagði Cameron að alþjóðlegt átak þyrfti til.

Tvo grimmileg morð á börnum eru undanfari ákvörðunar ráðherrans, að sögn Sky. Mark Bridger, sem myrti stúlkuna April Jones og Stuart Hazell sem hefur verið dæmdur fyrir að myrða Tiu Sharp, höfðu báðir barnaklám í vörslu sinni.

Maðurinn sem rændi og drap April Jones hafði barnaklám í …
Maðurinn sem rændi og drap April Jones hafði barnaklám í sinni vörslu. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert