Hópur steingervafræðinga er að rannsaka risaeðlubein sem fundust í eyðimörk í Mexíkó. Talið er að beinin séu um 72 milljóna ára gömul.
Aðeins hali risaeðlunnar hefur varðveist, en hann er um fimm metra langur. Talið er að dýrið hafi verið um 10 metrar að lengd. Risaeðlan er talin vera af tegundinni hadrosaur. Slík bein hafa aldrei fundist áður í Mexíkó.