Sterk tengsl eru á milli loftlagsbreytinga og aukningu ofbeldisverka í heiminum að því er fram kemur í nýrri rannsókn.
Bandarískir vísindamenn segja að jafnvel minniháttar sveiflur á hitastigi eða úrkomu tengist fjöglun ofbeldisverka, s.s. líkamsárásum, nauðgunum eða morðum. Einnig séu tengsl á milli átaka hópa og stríðsátaka, að því er segir á vef breska ríkisútvarpsins.
Vísindamennirnir segja að miðað við núverandi loftlagsspár þá sé líklegt að mun meira verði um ofbeldi í heiminum.
Niðurstöðurnar hafa verið birtar í vísindaritinu Science.
Vísindamennirnir byggja niðurstöður sínar á 60 rannsóknum sem hafa verið gerðar víðs vegar um heim, en gögnin teygja sig mörg hundruð ár aftur í tímann. Þeir segja að veruleg tengsl séu á milli veðurfars og átaka.
Þeir benda t.d á að heimilsofbeldi hafi aukist mikið á Indlandi á sama tíma og miklir þurrkar voru þar í landi. Þá jókst tíðni ofbeldisverka í Bandaríkjunum, m.a. nauðganir og morð, þegar þar var mikil hitabylgja.
Þá eru einnig tengsl á milli breytinga á loftslagi og stærri átaka í heiminum, m.a. þjóðernisátaka í Evrópu og borgarastyrjalda í Afríku.