Svefnleysi eykur hættu á ofþyngd

Girnilegir - en fitandi.
Girnilegir - en fitandi. mbl.is/Eyþór Árnason

Vísindamenn segjast hafa fundið sannanir fyrir því að svefnskortur breyti virkni heilans svo að fólk geti fundið fyrir aukinni svengd og verði sólgið í feitan mat.

Vísindamenn hafa lengi bent á samband á milli svefns og ofþyngdar. Ýmsar rannsóknir höfðu staðfest þetta en þó ekki áður með svo afgerandi hætti.

Hópur vísindamanna við háskólann í Kaliforníu notaði myndgreiningu til að finna breytingar á virkni heilans eftir svefnleysi.

Niðurstaðan er sú að þeirra sögn að skortur á svefni geti leitt til ofþyngdar. Rannsóknin er birt í vísindatímaritinu Nature Communications.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert