Bóluefni gegn malaríu?

Moskítóflugur geta borið malaríusjúkdóminn
Moskítóflugur geta borið malaríusjúkdóminn Mynd/AFP

Fyrstu rannsóknir á nýju bóluefni gegn malaríu, sem vísindamenn í Bandaríkjunum hafa verið að vinna að, gefa góð fyrirheit um framhaldið. Þetta segir Robert Seder, en hann fer fyrir rannsóknarteyminu við Rannsóknardeild bóluefna í Maryland í Bandaríkjunum. 

Bóluefnið þykir heldur sérstakt, en það virkar á þann hátt að lifandi en veikri malaríuveiru er sprautað í líkama fólks og á það þannig að örva ónæmiskerfið. 

Lengi hefur verið vitað að með því að verða bitinn af moskítóflugu sem hefur orðið fyrir geislun þá geti það leitt til þess að þú verðir ónæmur fyrir malaríu. Það er hins vegar mjög hægvirk aðferð og þarf jafnvel allt að þúsund flugnabitum áður en árangur sést. Þessi nýja aðferð þykir því mikil bylting í baráttunni gegn malaríu. 

Rannsakendur gerðu tilraun með bólusetninguna á 15 manns. 13 af þeim urðu ónæm fyrir malaríu. 

600.000 manns deyja á hverju ári úr sjúkdómnum og fleiri en 200 milljónir manna veikjast. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert