Fegurðin dýru verði keypt

00:00
00:00

Fegr­un­araðgerðir eru mjög al­geng­ar í Venesúela en sum­ar þeirra geta jafn­vel dregið viðkom­andi til dauða. Um 40 þúsund manns hafa látið bæta fyll­ingu í rasskinn­ar sín­ar en fyll­ing­arn­ar hafa dregið 15 til dauða frá ár­inu 2011.

Í ein­hverj­um til­vik­um hef­ur draum­ur orðið að mar­tröð því yf­ir­leitt mistak­ast aðgerðirn­ar, seg­ir lýta­lækn­ir sem ger­ir aðgerðir á fólki sem hef­ur fengið slík­ar fyll­ing­ar. Hann seg­ir að í flest­um til­vik­um mistak­ist þess­ar fegr­un­araðgerðir. Það er hins veg­ar ekki mögu­leiki fyr­ir alla að láta laga mis­tök­in því slík aðgerð er rán­dýr miðað við hvað það kost­ar lítið að bæta síli­koni inn í rass­inn.

Nán­ast und­an­tekn­ing­ar­laust lendi fólk í vand­ræðum eft­ir slík­ar fegr­un­araðgerðir. Kona sem AFP-frétta­stof­an ræddi við seg­ir að líf henn­ar hafi breyst í mar­tröð eft­ir slíka aðgerð. Í fyrstu hafi hún verið yfir sig sæl með hinn full­komna rass en það hafi fljótt breyst. Svo fór rass­inn að bólgna upp og hún gat ekki setið, gengið og ekki farið á kló­settið.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert