Tölvuhakkarar gerðu árás á heimasíðu New York Times og var síðan óvirk um tíma. Sérfræðingar segja að vísbendingar séu um að stuðningsmenn stjórnvalda í Sýrlandi standi að baki árásinni.
Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem brotist er inn á heimasíðu New York Times. Talsmenn blaðsins sögðu í gær að um væri að ræða ósvífna utanaðkomandi árás. Heimasíðan lá niðri í um þrjá klukkutíma í nótt, en sumir notendur síðunnar sögðust í morgun enn eiga í erfiðleikum með að nota hana.
Á síðustu vikum hefur verið reynt að brjótast inn á heimasíður Washington Post, CNN og Time magazine. Talið er að sömu aðilar hafi verið þar að verki.