Endalok Apple eins og við þekkjum það?

Merki Apple
Merki Apple AFP

Greinarhöfundur BBC veltir fyrir sér hvort risafyrirtækið Apple gjörbreytist í kjölfar þess að það hyggst kynna til sögunnar ódýrari útgáfu af iPhone snjallsímanum.

Í greininni er bent á að Apple hafi ráðist á vanþróaðan markað þegar fyrirtækið kynnti til sögunnar iPodinn, en á þeim tíma var ferðageislaspilari það besta sem bauðst til að hlusta á tónlist á ferðinni. iPodinn sigraði ekki vegna tæknilegra yfirburða, aðrir mp3-spilarar á þeim tíma voru miklu betri - hann var bara miklu flottari.

Sama má segja um iPhone. Aðdáendur símanna bíða með reglulegu millibili í röðum eftir að ný útgáfa af símanum komi út. Auglýsingar helsta keppinautar Apple á snjallsímamarkaðnum, Samsung, snerust margar um þetta, sem segir til um þá stöðu sem Apple var í.

Sama má segja um iPad. Með iPadnum bjó Apple til vöru sem fólk gat ekki ímyndað sér að það þyrfti, en alla langaði í.

Nú gæti hins vegar farið að halla undan fæti. Þegar fyrirtæki sem hefur þrifist á að vera flottara en allir hinir og bjóða kannski ekki upp á ódýrustu vöruna með bestu eiginleikana, heldur eitthvað sem fólk einfaldlega vill þarf að keppa á jafningjagrundvelli við svipaða vöru gætu aðrir vindar farið að blása um fyrirtækið.

Grein BBC í heild

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert