Fólk fari varlega í ávaxtasafana

Það er sama magn af sykri í 4-6 appelsínum og …
Það er sama magn af sykri í 4-6 appelsínum og stórri kók mbl.is/Gúna

<a href="http://www.theguardian.com/lifeandstyle/fruit" title="More from guardian.co.uk on Fruit"></a>Ávaxtasafar og þykkir hristingar (smoothies) geta verið hættulegir heilsunni þar sem þeir innihalda mikið magn af sykri, að sögn tveggja þekktra bandarískra vísindamanna.

Í frétt Guardian kemur fram að vísindamennirnir þeir Barry Popkin og George Bray séu meðal annars þekktir fyrir árásir sínar á gosdrykkjaframleiðendur fyrir tæpum áratug síðan þegar þeir bentu á hversu mikið kornsýróp væri að finna í gosdrykkjum sem áttu að vera sykurlausir. Fengu þeir litlar þakkir frá stórfyrirtækjum eins og Coca-Cola og Pepsi fyrir að vara fólk við of mikilli gosneyslu. 

Popkin segir í samtali við Guardian að nú stafi mest hætta af ávaxtasöfum og „smoothies“ drykkjum. Í fjölmörgum löndum hafi heilbrigðisyfirvöld hvatt til aukinnar neyslu slíkra drykkja frekar en gosdrykkja af heilsufarsástæðum. Því hafi stórfyrirtæki eins og Coke og Pepsi keypt fjölmarga djúsframleiðendur um heim allan. Til að mynda eigi Pepsi Tropicana og hafi áherslan verið lögð á drykki undir því vörumerki.

Þetta hafi farið vel í neytendur enda auðvelt að uppfylla ráðlagðan dagskammt af ávöxtum með drykkju slíkra drykkja.

Popkin mælir með því að fólk snúi sér frekar að grænmetisdrykkjum. Í einum smoothie sé kannski að finna sama magn af sykri og er í fjórum til sex appelsínum eða stórri kók.

<a href="http://www.theguardian.com/society/2013/sep/07/smoothies-fruit-juices-new-health-risk" target="_blank">Sjá frétt Guardian</a>
Grænmeti er betri kostur en ávextir að mati bandarískra vísindamanna
Grænmeti er betri kostur en ávextir að mati bandarískra vísindamanna AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert