iPhone aldrei selst betur

Nýju símarnir frá Apple.
Nýju símarnir frá Apple. AFP

Apple segist hafa selt yfir níu milljón eintök af nýjustu tveimur útgáfum iPhone sem komu á markað fyrir þremur dögum. Það sé met. „Þetta er besta byrjun fyrir iPhone frá upphafi, níu milljón nýir símar seldir, nýtt met um fyrstu söluhelgina,“ segir Tim Cook, forstjóri Apple.

Apple segir að eftirspurnin sé meiri en framboðið og að sumir viðskiptavinir þurfi að bíða.

„Eftirspurnin eftir nýju símunum hefur verið ótrúleg,“ segir Cook.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert