Skoða snjallsímann á 10 mínútna fresti

38% fólks, sem er fætt á ár­un­um 1980-2000, skoðar snjallsím­ann sinn á 10 mín­útna fresti. Þessi hóp­ur hef­ur al­ist upp við mikl­ar tækni­fram­far­ir og hef­ur allt aðrar vænt­ing­ar og viðhorf til lífs­ins held­ur en eldri kyn­slóðir, meðal ann­ars þegar kem­ur að kaup­hegðun, að sögn tækn­iris­ans IBM sem mun fjalla um viðskipta­vini morg­undags­ins á morg­un­verðar­fundi í sam­vinnu við Nýherja þriðju­dag­inn 1. októ­ber.

Í frétta­til­kynn­ingu frá Nýherja kem­ur fram að IBM segi að fólk á þrítugs- og fer­tugs­aldri, verði 50% alls vinnu­afls árið 2015 og 75% árið 2025. Hjá IBM starfa rúm­lega 400 þúsund manns og stór hóp­ur þess fólks mun til­heyra alda­móta­kyn­slóðinni (1980-2000) inn­an fárra ára. Á morg­un­verðar­fundi Nýherja munu sér­fræðing­ar frá IBM fjalla um hvernig fyr­ir­tæki geti þró­ast og dafnað í takt við breyt­ing­ar á hópi starfs­manna og viðskipta­vina.

„IBM hef­ur um ára­bil rýnt í slíka þróun og tel­ur mik­il­vægt að aðlaga sig að þeim af­ger­andi breyt­ing­um sem munu verða á vinnu­markaði, vinnu­stöðum og viðskipta­vin­um og því hvernig þeir kaupa vöru og þjón­ustu,“ seg­ir Emil Ein­ars­son fram­kvæmda­stjóri Vöru­sviðs hjá Nýherja um inni­hald morg­un­verðar­fund­ar­ins næst­kom­andi þriðju­dag.

Ókeyp­is er á fund­inn, en nauðsyn­legt er að skrá sig. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert