Rafbílar augljós en óvinsæll kostur

Þrátt fyrir að Íslendingar hafi greiðari aðgang að endurnýjanlegri orku en flestar aðrar þjóðir heimsins virðast þeir ekki kæra sig um rafbíla, og kjósa frekar stóra jeppa.

Þetta kemur fram í tækniþættinum Click, sem sýndur er á BBC í Bretlandi.

Stjórnandi þáttarins, Spencer Kelly, segir að þrátt fyrir yfirlýst markmið stjórnvalda um að 10% eldsneytis fyrir samgöngur verði umhverfisvæn árið 2020, dragi Íslendingar lappirnar í rafbílavæðingu, að hluta til vegna þess hvað jeppar skipa stóran sess á Íslandi.

Rætt er við fjölskyldu sem fékk rafmagnsbíl til prófunar, en í þeirra augum er kaupverð og lítið drægi helsti þröskuldurinn.

Þá er einnig rætt við Gísla Gíslason, hjá Northern Lights Energy, sem gefur lítið fyrir áhyggjur af vegalengdum, þar sem 90% Íslendinga keyri undir 35 km á dag.

Hér fyrir neðan er brot úr þættinum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert