Ford fagnar aldarafmæli færibandsins

Þeir sem hafa spilað spurningaleiki og lagt fánýtan fróðleik á minnið kannast flestir við þá staðreynd að Henry Ford hafi fyrstur manna nýtt sér færibandið við vöruframleiðslu. Á mánudaginn fagna Ford-verksmiðjunnar 100 ára afmæli þessarar byltingarkenndu uppfinningar.

Bílaverksmiðja Henry Ford í Highland Park í Detroit borg opnaði árið 1910 og á sínum tíma þekkt sem „kristalshöllin“ vegna glerhvelfingarinnar í miðri byggingunni og risastórra glugga.

Gjörbylti bandarískum iðnaði

Húsið er nú friðað sem sögulegar minjar, enda átti framleiðslan þar eftir að gjörbylta bandarískum iðnaði og um leið skapa fjölda hærra launaðra starfa fyrir ómenntað verkafólk.

Hinn 7. október 1913 var færibandið tekið í gagnið í verksmiðjunni. Þetta þýddi að verkafólk gat nú unnið við að setja saman bíla, starf áður þurfi heilan hóp af sérmenntuðum fagmönnum til að sinna.

Enginn hafði ímyndað sér að hægt væri að setja saman jafnflókinn hlut og bifreið, úr 3.000 íhlutum, á færibandi, en það var einmitt það sem Ford-verksmiðjurnar gerðu. Þessi uppfinning átti eftir að smitast í aðra iðnaðarframleiðslu, allt frá raftækjum til matvöru.

Á blómatíma Highland Park-verksmiðjunnar störfuðu þar 48.000 manns. Afköstin jukust tífalt með tilkomu færibandsins og voru alt að 1000 bílar settir saman þar á dag.

Aftur til rafmagnsins

Þetta var upphaf nýrra tíma og að sjálfsögðu hefur framþróunin haldið áfram. Sjálfvirkur tækjabúnaður dagsins í dag þýðir að mun færri starfsmenn geta sett saman mun fleiri bíla en gamla verksmiðjan réði nokkurn tíma við.

Þá hefur slagorð Henry Ford, „í hvaða lit sem er, bara svo lengi sem það er svartur,“ fengið að víkja því Ford-verksmiðjurnar framleiða nú bíla í öllum litbrigðum.

Að sumu leyti má þó segja að verið sé að hverfa aftur til upphafsins, þ.e.a.s rafmagnsins. Fyrir 100 árum voru Ford-bílarnir knúnir áfram af rafmagni. Bensínið varð síðan ofan á, en í dag eru Ford-verksmiðjurnar á nýjan leik farnar að framleiða rafmagnsbíla og tvinnbíla. 

Kristalshöllin svokallaða, verksmiðja Henry Ford sem notaðist fyrst við færibandið, …
Kristalshöllin svokallaða, verksmiðja Henry Ford sem notaðist fyrst við færibandið, er nú friðuð sem sögulegar minjar. AFP
Kristalshöllin svokallaða, verksmiðja Henry Ford sem notaðist fyrst við færibandið, …
Kristalshöllin svokallaða, verksmiðja Henry Ford sem notaðist fyrst við færibandið, er nú friðuð sem sögulegar minjar. AFP
Skrúfur sem notaðar eru til að setja saman Ford Focus …
Skrúfur sem notaðar eru til að setja saman Ford Focus bíla. AFP
Unnið að samsetningu Ford Focus.
Unnið að samsetningu Ford Focus. AFP
Glænýr Ford Fusion kemur af færibandinu í Flat Rock verksmiðju …
Glænýr Ford Fusion kemur af færibandinu í Flat Rock verksmiðju Ford í Michigan. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert