„Strax“ getur verið teygjanlegt hugtak

Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. Alþingi.
Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. Alþingi. mbl.is/Ómar Óskarsson

Það hljómaði sér­kenni­lega í eyr­um margra þegar Vig­dís Hauks­dótt­ir, formaður fjár­laga­nefnd­ar Alþing­is, svaraði því til í Kast­ljósi að þegar kæmi að stór­um mál­um eins og Land­spít­al­an­um væri „strax“ teygj­an­legt hug­tak.

Sam­hengið var það að Vig­dís hafði í aðdrag­anda kosn­inga ít­rekað sagt að eitt for­gangs­mála Fram­sókn­ar­flokks­ins væri að færa 12-13 millj­arða auka­lega í rekst­ur Land­spít­al­ans. Í fjár­laga­frum­varp­inu er hins­veg­ar annað uppi á ten­ingn­um.

Þessi skiln­ing­ur Vig­dís­ar á orðinu strax stang­ast sjálfsagt á við mál­vit­und flestra, emn ís­lensk orðabók skil­grein­ir hug­takið svo: 1) undireins, þegar í stað, 2) bráðum, 3) ný­lega.

Merk­ing­in bund­in sam­hengi og aðstæðum

Vís­inda­vef­ur Há­skóla Íslands birt­ir í dag svar Eyju Mar­grét­ar Brynj­ars­dótt­ur heim­spek­ings, við fyr­ir­spurn Arn­björns Ólafs­son­ar um hvort „strax“ sé teygj­an­legt hug­tak. Þar eru færð rök fyr­ir því að í ákveðnu sam­hengi geti strax verið teygj­an­legt.

Eyja Mar­grét bend­ir m.a. á að merk­ing­in sé bund­in sam­hengi og aðstæðum. Orðið „strax“ hafi merk­ingu sem sé af­stæð við tím­ann sem það er látið falla á. „Ég kem strax“ sagt af ein­hverj­um árið 1814 vísi þannig til annarr­ar mann­eskju og ann­ars tíma en „Ég kem strax“ haft eft­ir ein­hverj­um í dag á þess­ari stundu.

Gagn­kvæm­ur skiln­ing­ur á sam­heng­inu lyk­il­atriði

Auk þess skipti máli hvers kon­ar at­b­urð eða at­höfn verið sé að tala um sem á að fara fram strax. Eyja Mar­grét nefn­ir sem dæmi að staðhæf­ing­in „sjúkra­bíll­inn kem­ur strax“ vísi von­andi til ein­hvers sem ger­ist inn­an fá­einna mín­útna. „Strax verður haf­ist handa við smíði nýrr­ar geim­rann­sókn­ar­stöðvar,“ vísi hins veg­ar til lengra tíma­bils.

Í þess­um skiln­ingi megi því segja að „strax“ sé teygj­an­legt hug­tak. Í ljósi þessa tek­ur Eyja Mar­grét fram að þegar orðið „strax“ er notað sé mik­il­vægt að gagn­kvæm­ur skiln­ing­ur sé á sam­heng­inu sem það er notað í, til að tryggja ár­ang­urs­rík tjá­skipti.

Kjós­end­ur ættu kannski að hafa þetta í huga, næst þegar stjórn­mála­menn í kosn­inga­ham lofa ein­hverju „strax“.

Sjá ít­ar­legra svar á Vís­inda­vefn­um

Frum­varp stutt­buxnastráka í mata­dor­leik

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert