Verðlaunaðir fyrir Higgs-bóseindina

Breski vísindamaðurinn Peter Higgs og belgíski vísindamaðurinn Francois Englert hafa hlotið Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði fyrir vinnu sína við smíði kenningar um Higgs-bóseindina, sem sumir vilja kalla guðseindina en vísindamenn eru lítt hrifnir af því.

Á sjöunda áratug síðustu aldar voru þeir Higgs og Englert á meðal nokkurra eðlisfræðinga sem lögðu fram staðallíkan til að útskýra hvers vegna efnisheimurinn hefði massa. 

Eftir 45 ára leit fannst Higgs-bóseindin loks árið 2012, en það voru vísindamenn við evrópsku rannsóknastöðina í öreindafræði, CERN, í Genf í Sviss tilkynntu í fundinn sem þykir stórmerkileg. Tilvist Higgs-bóseindarinnar færði sönnur á að ósýnilegt svið, svokallaða Higgs-svið, leiki um allan alheiminn sem gefi efni massa.

Higgs-bóseindin er nefnd eftir breska eðlisfræðingnum Peter Higgs sem gat sér til um tilvist hennar árið 1964.

Francois Englert og Peter Higgs fara yfir stöðu alheimsins á …
Francois Englert og Peter Higgs fara yfir stöðu alheimsins á blaðamannafundi hjá CERN á síðasta ári. AFP
Nóbelsnefndin greindi frá niðurstöðunni í dag.
Nóbelsnefndin greindi frá niðurstöðunni í dag. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert