Oreo-kex jafn ávanabindandi og kókaín

Gómsæt - en ávanabindandi.
Gómsæt - en ávanabindandi. Af Wikipedia

Hefur þú velt fyrir þér hvers vegna það er erfitt að hætta að borða Oreo-kex eftir að fyrsti bitinn hefur verið tekinn? Ný rannsóknir bendir til að þetta „eftirlætiskex Bandaríkjamanna“ er álíka ávanabindandi og kókaín - í það minnsta hjá rottum.

„Rannsókn okkar styður þá kenningu að feitur og sykraður matur örvar heilann á sama hátt og eiturlyf,“ segir einn höfunda rannsóknarinnar, Joseph Schroeder, í fréttatilkynningu. „Þetta gæti skýrt af hverju að sumt fólk getur ekki staðist þessi matvæli þrátt fyrir að vita að þau eru ekki holl fyrir það.“

Vísindamennirnir rannsökuðu áhrif Oreo-átsins á rottur í nokkrum tilraunum á rannsóknarstofum.

 Einn þeirra, Jamie Honohan, segir að Oreo hafi ekki aðeins verið valið vegna bragðsins heldur einnig af því að í kexkökunum er mikið magn fitu og sykurs. Þá er þetta kex markaðssett sérstaklega á svæðum í Bandaríkjunum þar sem offita er vaxandi vandamál.

Rannsóknin fór þannig fram að rottur voru settar í völundarhús og þeim boðið annað hvort að éta Oreo eða hrískökur. Meðal þess sem kom á óvart var að rétt eins og menn, tóku rotturnar kexkökurnar í sundur og gæddu sér á hvíta kreminu fyrst. Aðrar rottur voru settar í völundarhúsin og þær sprautaðar með kókaíni eða saltvatni áður en þær komust á leiðarenda. Þá var fylgst með því hversu lengi þær væru á leiðinni. 

Niðurstaðan sýndi að hvort sem rotturnar fengu Oreo eða kókaín, þá eyddu þær jafnlöngum tíma í þeim hluta völundarhússins þar sem þær áttu von á „skammtinum“ sínum.

Annar hluti rannsóknarinnar fólst í því að fylgjast með stöðvum í heila þeirra. 

Vísindamennirnir segja að niðurstaðan gefi vísbendingu um af hverju fólk eigi erfitt með að halda sig frá óhollum mat.

Frétt CBS um málið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert