Fjarlægasta vetrarbrautin fundin

Vetrarbrautin er býsna langt í burtu. Myndin er úr safni.
Vetrarbrautin er býsna langt í burtu. Myndin er úr safni. AFP

Stjörnu­fræðing­ar hafa með aðstoð Hubble-sjón­auk­ans fundið vetr­ar­braut sem er í um 30 millj­arða ljós­ára fjar­lægð. Vís­inda­menn segja að þetta sé fjar­læg­asta vetr­ar­braut­in frá jörðu. Hún heit­ir því gríp­andi nafni z8_GND_5296.

Vís­inda­menn rann­saka nú vetr­ar­braut­ina sem er sögð varpa ljósi á það tíma­bil sem fylgi beint í kjöl­far stóra hvells.

Eft­ir að stjarn­fræðing­ar höfðu komið auga á vetr­ar­braut­ina í Hubble-sjón­auk­an­um var fjar­lægðin staðfest í Keck stjörnu­at­hug­un­ar­s­stöðinni á Havaí. 

Fram kem­ur á vef breska rík­is­út­varps­ins, að niður­stöður rann­sókn­ar­inn­ar hafi verið birt­ar í vís­inda­rit­inu Nature

Það tek­ur ljós afar lang­an tíma að ber­ast til jarðar frá ytri jöðrum al­heims­ins og vetr­ar­braut­in birt­ist því vís­inda­mönn­un­um eins og hún var fyr­ir 13,1 millj­arði ára.

Steven Fin­kel­stein, við há­skól­ann í Aust­in í Texas, sem fer fyr­ir rann­sókn­inni, seg­ir að þetta sé sú vetr­ar­braut sem búið sé að staðfesta að sé fjar­læg­ust frá jörðu. „Við sjá­um þessa vetr­ar­braut eins og hún var um 700 millj­ón árum eft­ir stóra hvell,“ seg­ir hann.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka