Rannsókn sem gerð var í Austurríki árið 2011 bendir til fylgni milli léttmálmsins liþíums í drykkjarvatni og lægri tíðni sjálfsvíga.
6,460 sýni voru tekin úr drykkjarvatni í 99 héruðum í Austurríki. Í þeim héruðum þar sem hærra magn liþíums mældist var tíðni sjálfsvíga lægri.
Niðurstöðurnar komu rannsakendum í sjálfu sér ekki í opna skjöldu, því liþíum hefur verið notað sem lyf í yfir 60 ár, meðal annars gegn þunglyndi. Þetta var hins vegar í fyrsta skipti sem áhrif liþíums í snefilmagni hefði á heilsu fólks.
Liþíum kemst í vatnsból gegnum berg, en einnig er talið að aukin notkun þess í læknisfræðilegum tilgangi hafi aukið uppsöfnun þess í vatninu.
Þrátt fyrir þessar niðurstöður munu vísindamenn þurfa að kanna áhrif langtímaáhrif liþíums á líkamann, einkum á börn og ófrískar konur.
Víða í Bandaríkjunum er flúori bætt í drykkjarvatn til að bæta tannheilsu, en það hefur verið gagnrýnt því eitrunaráhrif þess í miklu magni eru óumdeild. Liþíumbætt drykkjarvatn myndi því vekja upp siðferðislegar spurningar um hvort það sé réttlætanlegt að setja heilar þjóðir á þunglyndislyf, án þess að leita samþykkis, gegnum drykkjarvatn.