Magn gróðurhúsalofttegunda aldrei mælst meira

Bráðnun jökla er ein afleiðing hlýnunar jarðar.
Bráðnun jökla er ein afleiðing hlýnunar jarðar. AFP

Magn gróður­húsaloft­teg­unda í and­rúms­lofti jarðar hef­ur aldrei mælst meira en á síðasta ári. Þetta hef­ur m.a. mik­il áhrif á hlýn­un jarðar, seg­ir í skýrslu veður­stofn­un­ar Sam­einuðu þjóðanna sem kom út í dag. Magn þriggja gas­teg­unda, kolt­víoxíðs (CO2) met­ans og nituroxíð hef­ur aldrei mælst meira en í fyrra.

Magn kolt­víoxíðs mæld­ist 141% meira en fyr­ir iðnbylt­ingu eða árið 1750.

Dave Reay, sér­fræðing­ur við Ed­in­borg­ar­há­skóla, seg­ir að koma verði bönd­um á magn gróður­húsaloft­teg­unda ef tak­ast eigi að halda hlýn­un jarðar í skefj­um.

„Þrátt fyr­ir að dregið hafi úr los­un hjá sum­um þjóðum í kjöl­far efna­hags­hruns­ins er heild­ar­mynd­in sú að magn kolt­víoxíðs í and­rúms­loft­inu okk­ar er í hæstu hæðum ár eft­ir ár,“ seg­ir hann.

Sér­fræðing­ar segja að verði haldið upp­tekn­um hætti megi eiga von á veðurfars­breyt­ing­um, m.a. meiri vind­um en áður hef­ur þekkst, út­rým­ingu dýra­teg­unda, vatns­skorti og upp­skeru­bresti.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert